Tuesday, January 20, 2015

Heitt Súkkulaði í Blendtec blandara

Ég ólst upp á heimili þar sem þess var krafist að maður bæri virðingu fyrir heitu súkkulaði. Ég: "Ertu að búa til kakó?" Mamma/Amma:"Kakó!?! þetta er HEITT SÚKKULAÐI!!". Ég elska heitt súkkulaði en er af fast food kynslóðinni og hef þessvegna látið mér nægja Swiss Miss þegar mig langar í eitthvað gúmmulaði að drekka. 
Í morgun fékk ég svo tölvupóst frá Blendtec með uppskrift af flóaðri mjólk (hendi henni hérna neðst inn á Ensku) sem tekur bara 3 mínútur að gera. Eftir að hafa lesið uppskriftina datt mér í hug að fyrst það er hægt að gera flóaða mjólk á 3 mínútum, hvort það tæki þá nokkuð lengri tíma að gera heitt súkkulaði. Ég hafði keypt heilan haug af Nóa súkkulaði um jólin til þess að búa til heitt súkkulaði, en því miður ekki notað neitt af því vegna þess að þessa dagana hef ég bara ekki nennið í að standa yfir potti og hræra á meðan ég bíð eftir suðu. Að bíða er eitt það leiðinlegasta sem ég geri!! Haha, ein óþolinmóð :) Eftir að hafa dottið þetta í hug kíkti ég inn í ískáp og sá mér til mikillar hamingju að ég átti 1L af mjólk. Fullkomið!
Ég braut 100g af súkkulaði niður í stóra bita, setti þá í Wildside könnuna og skellti svo 550-600ml af mjólk ofaná. Það eru mælieiningar á könnunni svo ég þurfti ekki að óhreinka nein auka ílát. Könnunni skelti ég svo á Blendtecinn með lokinu á (passa að loka vandlega!) og setti blandarann á súpustillinguna. Svo fór ég bara að smyrja brauð fyrir son minn. Eftir eina og hálfa mínútu var Blendtecinn búinn að blanda þetta saman en ég skellti súpustillingunni á aftur til þess að hita súkkulaðið betur. 
Niðurstaðan var unaðslegt heitt súkkulaði á fullkomnu hitastigi til drykkju með froðu ofaná (eins og bráðnaður rjómi). Ég drakk hálfan lítra á 0.1 og var eins og barn í Disneylandi; Hamingjan uppmáluð! Ég meina, ekki nema sirka mínutu lengur að blanda heitt súkkulaði en að sjóða vatn í Swiss Miss í hraðsuðukatli!! Lúxus líf!!
Rétt þegar ég var að klára síðasta bollann kom maðurinn minn svo heim í hádegismat. Ég spurði hann auðvitað hvort hann vildi ekki fá heitt súkkulaði og fór svo í það að blanda fyrir hann. Þremur mínútum seinna var hann kominn með bolla af heitu og brauð með osti. Meðan hann var að drekka spurði hann mig hvernig ég hefði búið þetta til. "Settirðu bara heita mjólk og súkkulaðistykki í blandarann?" og ég auðvitað sagði honum að það hefði nú verið einfaldara en það. Ég setti bara kalda mjólk og súkkulaðistykki. Hann komst ekki yfir það að blandarinn hefði ekki bara blandað þessu svona rosalega vel (engar súkkulaði tæjur né kögglar) heldur hitað drykkinn líka og það á þremur mínútum. 
Ég get ánægð sagt að Blendtec blandarinn og heita súkkulaðið stóðust bæði "The Husband Test". 

Heitt Súkkulaði

100g  Súkkulaði (frá Nóa)
1/2L  Mjólk

2x Súpustilling á Blendtec 


"Flóuð"  Mjólk

2 Bollar Mjólk
1 tsk Vanillu dropar
1 1/2 msk Heslihnetur EÐA 1 tsk Heslihnetusýróp
1 msk sætuefni að eigin vali (Agave, sykur, púðursykur)

2x Súpustilling á Blendtec

No comments:

Post a Comment